Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð

Tómstundafulltrúi

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða 70% starfshlutfall til eins árs. Gert er ráð fyrir að um 20% hluti starfsins sé stjórnun.

Tómstundafulltrúi hefur faglega umsjón með tómstundastarfi í Strandabyggð í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Um er að ræða skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og skipulagðan einstakling til takast á við fjölbreytt verkefni og móta starf í vaxandi samfélagi. Í Strandabyggð er góð aðstaða fyrir íþróttastarf og möguleiki á að móta skýra framtíðarsýn fyrir styrkingu á núverandi tómstundastarfi fyrir alla aldurshópa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnavinna og þátttaka í stefnumótun fyrir tómstundamál
  • Mannauðsmál og leiðtogahlutverk
  • Umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon
  • Stuðningur við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu
  • Samstarf við stjórnendur grunnskóla og íþróttamannvirkja
  • Verkefnastjórn við hátíðahöld og aðra viðburði á vegum sveitarfélagsins
  • Stuðningur og hvatning á starfsemi sem felur í sér tómstundir fullorðinna
  • Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða kennslu
  • Reynsla og þekking af tómstundastarfi
  • Áhugi á tómstundastarfi og velferð íbúa
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og hugmyndaauðgi
  • Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Hreint sakarvottorð
Auglýsing birt24. september 2024
Umsóknarfrestur8. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Brunngata 2, 510 Hólmavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar