Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi Grunnskóla Borgarnes og Borgarsels

Grunnskólinn í Borgarnesi og frístund í Borgarnesi auglýsa eftir tveimur starfsmönnum í samþætt 100% starf.

Störfin felast í stuðningi á yngsta- og miðstigi fram að hádegi og í frístund eftir hádegi. Í Grunnskólanum í Borgarnesi eru um 340 nemendur í 1.-10. bekk og þar er unnið í anda Uppbyggingastefnunnar. Við skólann starfar öflugur samhentur starfsmannahópur með það að leiðarljósi að gera góðan skóla betri. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólinn er Heilsueflandi grunnskóli og við flöggum Grænfánanum. Nánar um stefnu skólans á www.grunnborg.is

Frístundaheimilið í Borgarnesi heitir Borgarsel og er fyrir alla nemendur í 1-4 bekk í Grunnskóla Borgarnes.

Borgarsel býður upp á fjölbreyttan og skemmtilega frítíma með það að markmiði að efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega færni barna. Notast er við lýðræðislega starfshætti til að efla hæfni barna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir, auka frumkvæði og ýta undir sköpunargleði.

Unnið er samkvæmt viðmiðum um starfsemi frístundaheimila sem sett eru af mennta- og menningarmálaráðuneytisins og verklagsreglur um starfsemi frístundaheimila í Borgarbyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og þáttöku í skóla og frístundastarfi.
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara og deildastjóra.
  • Styður nemendur í félagslegum samskiptum í skóla og frístundastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi í skóla er kostur
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður er kostur.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur11. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar