Austurbrú ses.
Austurbrú ses.
Austurbrú ses.

Verkefnastjóri farsældar á Austurlandi

Ert þú framsækinn og drífandi verkefnastjóri? Hefur þú brennandi áhuga á farsældarmálum og jákvæðri þróun Austurlands? Ertu öflugur í teymisvinnu og átt auðvelt með að skapa heildarsýn yfir málefni?

Austurbrú auglýsir nýtt starf verkefnastjóra í málefnum farsældar á Austurlandi. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) við ráðuneyti mennta- og barnamála.

Verkefni starfsins eru fjölþætt og felast meðal annars í að koma á fót Farsældarráði á Austurlandi sem ætlað er að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

Verkefnið er á svæðisvísu og verkefnastjóri mun vinna með hagaðilum á öllu Austurlandi, starfið krefst reglubundinnar viðveru á öllum starfsstöðvum Austurbrúar. Búseta á Austurlandi er skilyrði og verkefnastjóri þarf að hafa bílpróf.

Við leitum að verkefnastjóra sem er jákvæður og skipulagður, á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að mikilvægum og kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla samfélagið, þá er þetta starfið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virkt samráð við sveitarfélög og þjónustuveitendur farsældar á Austurlandi.
  • Mótun verkferla og verkáætlunar í málefnum farsældar.
  • Umsjón með farsældarráði Austurlands og umsýsla fyrir ráðið.
  • Yfirsýn og kortlagning á þjónustu varðandi börn.
  • Tengiliður við samráðsvettvanginn og verkefnið Öruggara Austurland.
  • Samskipti við hagaðila og stofnanir.
  • Stefnumótun og miðlun.
  • Þverfagleg teymisvinna innan allra verkefna
  • Önnur tengd og tilfallandi verkefni sem viðkomandi eru falin.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi (s.s. á sviði félagsmála, verkefnastjórnunar eða laga).
  • Mikil hæfni í samskiptum og reynsla af teymisvinnu.
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Þekking og reynsla af velferðarmálum er kostur.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Þekking á samfélagi svæðisins er kostur.
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.
  • Mjög góð tölvu- og tæknifærni.
  • Framsýni, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Búseta á Austurlandi.
  • Bílpróf.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími.
  • Heimavinnudagar.
  • Heilsustyrkur.
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur15. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar