Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Sérfræðingar á skrifstofu fjármála og rekstrar

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir tveimur sérfræðingum á skrifstofu fjármála og rekstrar til að starfa í stefnumótun og verkefnastýringu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér vinnu við stefnumótun þvert á málaflokka ráðuneytisins í samstarfi við sérfræðinga á hinum ýmsu fagskrifstofum þess. Þá mun starfið fela í sér verkefnastýringu og samhæfingu í stærri verkefnum ráðuneytisins, auk samninga og samskipti við ráðgjafa/birgja vegna þeirra verkefna.

Þá felst einnig í starfinu umsýsla er varða málefni styrktarsjóðs Evrópusambandsins um  stjórnun landamæra og útgáfu áritana (Border Management and Visa Instruments). En hún felst meðal annars í samskiptum við styrkþega sjóðsins vegna umsókna um styrki, upplýsingagjöf, eftirfylgni með umsóknum, yfirferð á tölulegum gögnum vegna umsókna, framvinduskýrslum ásamt því að annast  vefsíðu sjóðsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Háskólapróf  sem nýtist í starfi

·         Reynsla af verkefnastjórnun er kostur

·         Reynsla af stefnumótun er kostur

·         Reynsla af vinnu við fjárhagsleg gögn kostur

·         Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli

·         Góð hæfni í framsetningu upplýsinga

·         Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt sem og í hóp

·         Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum

·         Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Auglýsing birt20. september 2024
Umsóknarfrestur4. október 2024
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar