Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Ertu klár fyrir framtíðina ?
Vilt þú taka þátt í að leiða stafræna umbreytingu Landsnets og þróa næstu kynslóð stafrænna innviða til að tryggja orkuskiptin? Ef svo er, þá er þetta starf fyrir þig!
Við hjá Landsneti erum á fleygiferð inn í spennandi framtíð sem í okkar huga er ljós. Okkar hlutverk er að byggja upp flutningskerfi sem mætir kröfum samtímans og er á sama tíma framsýnt og tilbúið fyrir allt sem fylgir framtíðinni.
Upplýsingatækni gegnir þar lykilhlutverki og framundan eru krefjandi og skemmtileg verkefni með innlendum og erlendum samstarfsaðilum.
Hjá okkur starfar frábær hópur af kláru og skemmtilegu starfsfólki sem nú leitar að nýjum skemmtilegum og klárum samstarfsfélaga sem langar ekkert meira en að taka þátt í að þróa áfram upplýsingatæknina á bak við flutningskerfið sem heldur ljósunum á landinu logandi.
Ef þú brennur fyrir að leiða áfram stafrænar umbreytingar og hafa áhrif, þá er þetta starf mögulega eitthvað fyrir þig!
- Verkefnastjórnun og samskipti við samstarfsaðila vegna innleiðinga, samþættinga og breytinga á hugbúnaðarlausnum
- Þarfagreining, hönnun og þróun á stafrænum innviðum Landsnets
- Greining og tillögur að bættri virkni og öryggi
- Tryggja skjölun, gerð prófanalýsinga og verkferla
- Reynsla af verkefnastjórnun og stafrænum umbreytingum
- Reynsla af hugbúnaðarþróun og breytingastjórnun
- Reynsla af högun og samþættingu hugbúnaðarlausna
- Samskiptafærni og leiðtogahæfni
- Öryggisvitund og öguð vinnubrögð
Við bjóðum upp á spennandi vinnustað, góða vinnustaðamenningu, dásamlegt mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu, sveigjanlegt vinnuumhverfi, velferðar- og starfsmenntunarstyrki, öflugt starfsmannafélag auk frábærra vinnufélaga - já og súper gott kaffi.