Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Verkefnastjóri umhverfismála

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa laust til umsóknar starf verkefnastjóra með áherslu á umhverfismál. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða, við þróun og framkvæmd fræðslu- og kynningaráætlunar um umhverfismál með sérstakri áherslu á úrgangsforvarnir.

Verkefnastjóri mun vinna í nánu samstarfi með sveitarfélögum á Suðurlandi, sorphirðuaðilum og Umhverfisstofnun (umhverfis- og orkustofnun frá 1. janúar nk.) ásamt því að starfa náið með umhverfissérfræðingi og kynningarfulltrúa SASS. Starfið er hluti af aukinni áherslu á umhverfismál hjá sveitarfélögunum á Suðurlandi með stuðningi umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Útbúa fræðslu-, samkipta- og kynningaráætlun á sviði umhverfismála. 
  • Þróun og umsjón viðburða. 
  • Verkefnaþróun og fjármögnun verkefna í samstarfi við hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða kynningarmálum er kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. 
  • Góð tölvukunnátta og færni í samskiptum, bæði í ræðu og riti. 
  • Þekking á sunnlensku samfélagi og áhugi á að efla tengslanet. 
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku. 
Kjör og starfsaðstæður

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshlutfall er 100% og starfsaðstaða á Suðurlandi. Ráðningartímabilið er 12 mánuðir með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsóknarfrestur og ferli

Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2024. Umsókn skal skilað stafrænt á Alfreð (www.alfred.is) og henni skal fylgja ferliskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni sinni til að takast á við starfið. Umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir:

Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri þróunarsviðs SASS (thordur@sass.is), sími: 692-9030.

Auglýsing birt19. september 2024
Umsóknarfrestur6. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar