Akureyri
Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Ráðgjafi við móttöku flóttafólks

Laus er til umsóknar tímabundin 50-100% staða ráðgjafa í samræmdri móttöku flóttafólks hjá Akureyrarbæ frá október 2024 til og með desember 2025. Um er að ræða ráðgjöf við móttöku flóttafólks og aðstoð er kemur að húsnæðismálum flóttafólks almennt ásamt málstjórn.

Ráðgjafi í móttöku flóttafólks starfar innan félagsþjónustunnar og veitir aðstoð út frá samningi um samræmda móttöku flóttafólks. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði valdeflingar í að styrkja stöðu flóttafólks er sest að á Akureyri með hjálp til sjálfshjálpar að leiðarljósi.

Á velferðarsviði Akureyrarbæjar er veitt fjölbreytt velferðarþjónusta skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um málefni aldraðra og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leita eftir húsnæði fyrir flóttafólk.
  • Undirbúa komu flóttafólks með t.d. öflun nauðsynlegs húsbúnaðar, skipuleggja flutning skjólstæðinga til Akureyrar.
  • Sækja um húsaleigubætur, skrá lögheimili.
  • Vinnsla fjárhagsumsókna.
  • Senda umsóknir til Vinnumálastofnunar og fylgja þeim eftir.
  • Skrifa dagnótur.
  • Málstjórn.
  • Samvinna við aðila innan Akureyrarbæjar og utan.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um menntun sem nýtist í starfi, svo sem BA próf eða sambærilega menntun.
  • Þekking og reynsla af vinnu með flóttafólki er kostur.
  • Rík krafa er gerð til hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Gerð er krafa um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þekking og reynsla af þverfaglegri samvinnu er æskileg.
  • Góð færni til að tjá sig á ensku bæði í ræðu og riti.
  •  Íslenskukunnátta (B2 samkvæmt sam-evrópskum tungumálaramma).
  • Kunnátta í öðrum tungumálum eins og arabísku, úkraínsku, rússnesku eða spænsku er kostur.
  •  Bera virðingu fyrir flóttafólki og réttindum þeirra.
  •  Hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að bæta þjónustu og auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem verið er að styðja.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt18. september 2024
Umsóknarfrestur9. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar