Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnisstjóri í Nemenda- og kennsluþjónustu

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í Nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfssvið verkefnisstjórans felst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara Félagsvísindasviðs og teymisvinnu innan Nemenda- og kennsluþjónustu og sviðs.

Ef þú ert skipulagður og þjónustumiðaður einstaklingur sem hefur gaman af samskiptum við fólk úr ólíku umhverfi þá gæti starf verkefnisstjóra verið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við nemendur og kennara sviðsins
  • Tengiliður milli Nemenda- og kennsluþjónustu og deilda Félagsvísindasviðs 
  • Þjónusta við deildir vegna brautskráningar, móttöku lokaritgerða, samskipti við prófdómara, yfirferð námsferla, stundatöflugerðar og annarra verkefna
  • Viðvera á Þjónustutorgi sviðs 
  • Þverfagleg teymisvinna innan sviðsins við brautskráningu, móttöku lokaritgerða og önnur tilfallandi verkefni 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi 
  • Góð tölvufærni ásamt hæfni til þess að tileinka sér nýja tækni 
  • Gott vald á ensku og íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli. 
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Frumkvæði , sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
Auglýsing birt24. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar