Norðursigling hf.
Norðursigling býður upp á fjölbreyttar ferðir í hvalaskoðun frá Húsavík. Norðursigling er fjölskyldufyrirtæki með heimahöfn á Húsavík og hefur boðið upp á hvalaskoðun og ævintýrasiglingar allt frá árinu 1995. Fyrirtækið er margverðlaunað fyrir frumkvöðlastarf í umhverfisvænni ferðaþjónustu og hefur vakið heimsathygli fyrir nýsköpun og varðveislu á norrænum menningararfi.
Hjá Norðursiglingu starfar samstilltur hópur fólks sem deilir mikilli ástríðu fyrir siglingum og ber mikla virðingu fyrir náttúru og dýrum. Norðlenskir skipstjórar með áratuga reynslu af sjósókn á svæðinu mynda skemmtilega blöndu með fjölþjóðlegum leiðsögumönnum. Innan fyrirtækisins hefur myndast gríðarleg þekking á umhverfi og lífríki flóans auk þess sem endurgerð og viðhald hins glæsilega flota fer að miklu leyti fram í Húsavíkurslipp, sem rekinn er af Norðursiglingu. Markmið Norðursiglingar hefur frá upphafi verið að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum.
Aðalbókari
Norðursigling leitar að talnaglöggum og áreiðanlegum aðalbókara til starfa. Helstu verkefni eru yfirumsjón með daglegu bókhaldi og launavinnslu félagsins. Aðalbókari á í samskiptum við viðskiptavini, birgja, lífeyrissjóði, stéttarfélög og starfsmenn og vinnur náið með framkvæmdarstjóra félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla bókhalds og afstemmingar.
- Undirbúningur mánaðarlegra uppgjöra.
- Samantekt fjárhagsupplýsinga og skýrslugerð.
- VSK uppgjör
- Reikningagerð og innheimta
- Launavinnsla.
- Önnur tilfallandi verkefni
- Vinnur náið með framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, eins og viðskiptafræði, viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun.
- Reynsla af bókhalds- og launavinnslu er skilyrði.
- Góð tölvukunnátta, þ.m.t. á Excel, og reynsla af notkun DK hugbúnaði kostur.
- Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
·
Auglýsing birt27. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Laun (á mánuði)1 - 2 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMjög góð
Staðsetning
Skrifstofa Norðursiglingar
Hafnarstétt 9, 640 Húsavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingDKGjaldkeriHreint sakavottorðLaunavinnslaReikningagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Starf í fjárreiðudeild
Samskip
Verkefnastjóri í opinberum innkaupum
Vegagerðin
Accountant & Office Assistant (Part-time)
WiseFish ehf.
Starf á Fjármálasviði
Cargow Thorship
Birgðarstjóri á rekstrardeild
Vegagerðin
Þjónusta og tollskrárgerð
Cargow Thorship
Verkefnastjóri nemendaskrár
Háskólinn á Bifröst
Lögmaður með málflutningsréttindi
BPO innheimta
Áhugavert skrifstofustarf á Brjóstamiðstöð
Landspítali
Hlutastarf við bókhald og uppgjör
Aalborg Portland
Flight Deck Coordinator
Air Atlanta Icelandic
Bakvinnsla á viðgerðarlager
ELKO