Litla Kvíðameðferðarstöðin
Litla Kvíðameðferðarstöðin
Litla Kvíðameðferðarstöðin

Litla KMS óskar eftir móttökustjóra

Litla Kvíðameðferðarstöðin óskar eftir að ráða móttökustjóra í 100% afleysingastöðu tímabundið til janúar 2026. Unnið er í dagvinnu virka daga og er upphaf starfs eins fljótt og kostur er. Óskað er eftir að starfsmaður byrji í lægra starfshlutfalli á meðan einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra starfsmanna stendur fyrstu 4-6 vikurnar. Vinnutími er frá 08:30-16:30 en getur verið sveigjanlegur ef þörf er á. Við leitum eftir einstaklingi með góða samskiptahæfni, sem er sjálfstæður í starfi og fljótur að læra og tileinka sér hlutina.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka, afgreiðsla, bókanir og fyrirspurnir 

  • Reikninga- og kvittanagerð

  • Innheimta reikninga

  • Skil gagna í bókhald og utanumhald á viðtalafjölda sálfræðinga

  • Símsvörun og úthringingar

  • Skipulag og umsjón með afgreiðslu og vinnuaðstöðu (eigin og ritara), biðstofum og kaffistofu

  • Kennsla til nýrra starfsmanna/nema á valin atriði móttöku og afgreiðslu

  • Samskipti við sölu- og þjónustuaðila (pantanir, leigufélag, verslun, pósthús, tækniþjónusta o.fl.)

  • Uppfærslur (ekki nýtt efni) á heimasíðu, samfálegsmiðlum sem og samskiptakerfum innanhúss

  • Aðstoð við viðburði

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi. Grunnnám á háskólastigi er kostur.

  • Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni

  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki

  • Fagmannleg framkoma og snyrtileiki

  • Góð almenn tölvukunnátta (kostur ef viðkomandi kann á DK)

  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði

  • Hæfni til að skipuleggja vinnu sína vel og aðlaga eftir þörfum

  • Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 25 ára og hafi bíl til umráða

Fríðindi í starfi
  • Aðgengi að fræðslu og einstaka námskeiðum á vegum stofunnar
Auglýsing birt27. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Síðumúli 13, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar