Regus
Regus
Regus

Community manager

Operations

Samfélagsstjóri hjá Regus gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa jákvætt og afkastahvetjandi vinnuumhverfi fyrir viðskiptavini og hefur umsjón með daglegum rekstri vinnusvæða eða viðskiptamiðstöðva. Starfið er blanda af þjónustu við viðskiptavini, aðstöðustjórnun, sölu og tengslamyndun og að hlúa að kraftmiklu og aðlaðandi vinnuumhverfi. Samfélagsstjóri er hluti af aðstöðuteymi Regus sem í eru 8 starfsmenn á Íslandi og fara nýir starfsmenn í gegn um 2-3 mánaða starfsþjálfun Regus við upphaf starfs.

Helstu verkefni:
Samfélagsstjóri er fyrsti tengiliður við viðskiptavini, og tryggir þeim faglegt umhverfi.
- Byggir upp sterk tengsl við viðskiptavini, skilur þarfir þeirra og veitir lausnir til að auka upplifun þeirra.
- Skipuleggur og kynnir samfélagsviðburði, vinnustofur og tengslanetstarfsemi til að efla samfélag og samvinnu.
- Virkar sem brú á milli viðskiptavina, leysir vandamál, meðhöndlar ábendingar og viðheldur ánægju viðskiptavina. Hefur umsjón með daglegum rekstri viðskiptamiðstöðvarinnar og tryggir að aðstaða sé hrein, snyrtileg og vel viðhaldið.
- Tryggir að fundarherbergi, skrifstofur og sameiginleg svæði séu tilbúin til notkunar.
- Tryggir í samstarfi við aðstöðuteymi, að viðgerðir, viðhald og endurbætur á aðstöðu séu framkvæmdar.
- Sinnir samskiptum við birgja, tryggir rekstur og sér til þess að þrif, upplýsingatækni og öryggi sé í lagi. Styður söluteymið með því að sýna og kynna væntanlegum viðskiptavinum þjónustuleiðir, og loka samningum.
- Er vakandi fyrir tækifærum til að selja virðisaukandi þjónustur, svo sem bókanir á fundarherbergjum, viðburðarýmum og viðbótarskrifstofuúrræðum.
- Fylgist með og tilkynnir um stöðu samninga, endurnýjun viðskiptavina og uppfærir tekjumarkmið fyrir miðstöðina. Annast reikningagerð og innheimtu.
- Heldur nákvæmar skrár yfir upplýsingar um viðskiptavini, samninga og bréfaskipti í viðskiptamannakerfi Regus.
- Tekur saman skýrslur um frammistöðu miðstöðvar, þar á meðal nýtingarhlutfall, sölutölur og endurgjöf viðskiptavina.

Starfsfólk Regus hleypur í öll störf og vinnur saman að því að tryggja upplifun og góða þjónustu við gesti óháð staðsetningu. Starfsstöðvar Regus í Reykjavík eru á Hafnartorgi, Kirkjusandi, Laugavegi og í Garðabæ. Á árinu 2025 munu tvær nýjar starfsstöðvar bætast við á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Við erum með starfstöðvar á 14 stöðum á Íslandi, störfum í 127 löndum, 900 borgum og þar sem er að finna yfir 7000 skrifstofusetur. Á degi hverjum nota 8m aðila Regus út um allan heim.

Starfsfólk Regus á því góða möguleika á störfum innan samstæðunnar um allan heim.

Um Regus

Við aðstoðum fyrirtæki við að finna réttu leiðina til að vinna. Regus er hluti af samfélagi alþjóðlegra og svæðisbundinna vinnusvæðamiðlara sem í sameiningu mynda IWG-netkerfið. Þeirra á meðal eru Spaces, HQ, Signature by Regus og No18. Á þessum fjölbreytta vettvangi bjóðum við upp á óviðjafnanlega valkosti varðandi útlit, búnað, staðsetningar og byggingar og getum þannig leyft okkar viðskiptavinum að velja rétta vinnusvæðið fyrir þeirra þarfir hverju sinni. Þegar fyrirtæki velur Regus er það ekki bara að velja sér vinnusvæði, heldur einnig fólk. Sérþjálfað starfsfólk okkar er aðalsmerki Regus – og tryggir viðskiptavinum okkar vinsamlegt, faglegt og áreiðanlegt starfsumhverfi, á hverjum degi og á hverjum stað.

Helstu verkefni og ábyrgð

Samfélagsstjóri er fyrsti tengiliður við viðskiptavini, og tryggir þeim faglegt umhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Erum að leita eftir sjálfstæðum og traustum aðila sem getur unnið sjálfstætt

Fríðindi í starfi

Gott starfsumhverfi og sveigjanleiki

Auglýsing birt26. september 2024
Umsóknarfrestur6. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Microsoft CRMPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar