Félagsbústaðir
Félagsbústaðir

Þjónusturáðgjafi

Félagsbústaðir leita að kraftmiklum og lausnamiðuðum þjónusturáðgjafa í fjölbreytt þjónustustarf.

Í boði er spennandi tækifæri fyrir réttan aðila í að taka þátt í að þjónusta fjölbreyttan hóp leigjenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka, úrvinnsla og eftirfylgni margskonar fyrirspurna og erinda í síma og á miðlum fyrirtækisins
  • Utanumhald og umsýsla leigusamninga: undirbúningur, samningagerð og eftirfylgni
  • Samskipti og upplýsingagjöf til leigjenda og tengdra aðila (miðstöðva Reykjavíkurborgar, Velferðarsviðs o.fl.)
  • Ábyrgð og þátttaka í ýmsum þróunar- og úrbótaverkefnum á sviði þjónustu og samskipta við leigjendur og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund, áhugi á fólki, hlýlegt viðmót og framúrskarandi samskiptafærni
  • Skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun
  • Færni til að vinna í teymi og vilji til að læra
  • Stúdentspróf skilyrði, háskólagráða sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla og þekking af velferðarþjónustu er kostur
  • Góð tölvufærni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Pólska og/eða arabíska er kostur
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur8. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
ArabískaArabískaMeðalhæfni
PólskaPólskaMeðalhæfni
Staðsetning
Þönglabakki 4, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar