Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Sérfræðingur í deild siglinga- og hafnaeftirlits

Samgöngustofa óskar eftir að ráða sérfræðing í deild siglinga- og hafnaeftirlits hjá Samgöngustofu. Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meðal verkefna er skipulag og framkvæmd eftirlits með skoðunarstofum skipa og flokkunarfélögum í samstarfi við aðra sérfræðinga. Þátttaka í markaðseftirliti með skipsbúnaði og skemmtibátum. Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini og einnig þátttöku í öðrum verkefnum deildarinnar, s.s. þróun á verkferlum þ.m.t. uppfærsla skoðunarhandbóka og skoðunarskýrslna. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
  • Þekking á gæða- og öryggisstjórnarkerfum.
  • Tæknileg kunnátta, þ.m.t. reynsla og þekking af skipum og búnaði þeirra er mikill kostur.
  • Hafi góða þekkingu og færni í íslensku og ensku bæði ræðu og riti.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í starfi ásamt skipulagningu og ögun í verkum eru áskilin. Geti unnið bæði sjálfstætt og í hópi.
  • Mjög góð tölvukunnátta.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur8. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar