Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í deild afnota og eftirlits

Umhverfis- og skipulagssvið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í deild afnota og eftirlits, en deildin er hluti af skrifstofu stjórnsýslu og gæða.

Skrifstofan fer meðal annars með lögfræðiþjónustu sviðsins, gæðamál, eftirlit með afnotum borgarlands og framkvæmdum auk þjónustu við umhverfis- og skipulagsráð og heilbrigðisnefnd. Skrifstofunni er skipt upp í þrjár deildir: lögfræðideild, deild afnota og eftirlits og gæðadeild.

Deild afnota og eftirlits sinnir eftirliti með byggingarleyfisskyldum framkvæmdum í umboði byggingarfulltrúans í Reykjavík, sinnir eftirliti með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum í borgarlandi í umboði skipulagsfulltrúans í Reykjavík, auk þess að annast útgáfu og eftirlit með afnotaleyfum af borgarlandi

Starf sérfræðings á deild afnota og eftirlits er fjölbreytt. Lögð er áhersla á markvissa teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka, úrvinnsla og eftirfylgni með ábendingum um óheimilar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir, framkvæmdaleyfisskyldar framkvæmdir án framkvæmdaleyfis, sem og afgreiðsla umsókna um afnotaleyfi af borgarlandi
  • Samskipti við viðskiptavini deildarinnar og aðra hagsmunaðila auk samstarfsaðila innan borgarinnar.
  • Fræðsla í formi fyrirlestra og kynninga m.a. til starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs.
  • Ábyrgð á svörun tölvupósta og ábendinga sem berast gegnum ábendingarvef Reykjavíkurborgar.
  • Frumkvæði varðandi þróun og umbætur í stjórnsýslu deildarinnar.
  • Önnur verkefni sem sérfræðingi eru falin af yfirmanni hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Þekking á málaflokkum umhverfis- og skipulagssviðs er kostur.
  • Skipulagsfærni og hæfni til að vinna sjálfstætt.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, lausnamiðuð hugsun og hæfni til að miðla málum
  • Þekking á helstu tölvukerfum og skjölun opinberra gagna er kostur
  • Góð íslenskukunnátta, C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta C1. 
  • Þekking á öðrum tungumálum s.s. pólsku er kostur.
Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar