Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Lögfræðingur á sviði fasteigna og eignarréttar

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun, og ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna, mannvirkja, brunavarna og vöruöryggis?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir metnaðarfullum lögfræðingi með góða þekkingu á fasteignum og eignarétti. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í öflugu og samheldnu teymi á skrifstofu forstjóra sem sinnir fjölbreyttum verkefnum fyrir alla stofnunina.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðiráðgjöf og fræðsla á sviði fasteigna, fasteignaskráningar og þinglýsinga
  • Undirbúningur stjórnvaldsákvarðana og úrlausn lögfræðilega álitaefna
  • Gerð leiðbeininga og verklagsreglna innan málefnasviðsins
  • Umsjón með ritun greinargerða vegna kærumála
  • Þátttaka í frumvarpsgerð, ritun umsagna og vinna við reglugerðarbreytingar
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun málaflokksins
  • Ráðgjöf og samskipti við hagaðila og viðskiptavini
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði og marktæk starfsreynsla
  • Þekking á fasteignum og eignarrétti
  • Þekking á stjórnsýslurétti og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum og hæfileikar til að starfa í hópi
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta og færni til að kynna sér nýjungar
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt26. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar