Íslandsbanki
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.
Forstöðumaður Viðskiptaeftirlits
Íslandsbanki leitar að kraftmiklum, framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í starf forstöðumanns Viðskiptaeftirlits. Deildin er á Fjármálasviði og heyrir viðkomandi forstöðumaður beint undir fjármálastjóra bankans.
Deildin hefur umsjón með vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á fyrstu varnarlínu auk tengdra verkefna. Í því felst m.a. umsjón áreiðanleikakannanna fyrir viðskiptavini bankans, reglubundið eftirlit og framþróun peningaþvættisvarna.
Deildin sinnir viðskiptavinum þvert á viðskiptaeiningar bankans og er forstöðumaður jafnframt ábyrgðarmaður með peningaþvættisvörnum bankans á fyrstu varnarlínu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áreiðanleikakannanir viðskiptavina í tengslum við peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka
- Eftirlit og framþróun peningaþvættisvarna
- Viðskiptaeftirlit
- Daglegur rekstur, uppbygging og þróun deildar
- Skýrslugjöf og gagnaskil
- Gæða- og umbótaverkefni
- Mannauðsmál og samstarf þvert á deildir
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á peningaþvættisvörnum og metnaður fyrir framþróun á því sviði
- Marktæk stjórnunar- og leiðtogareynsla
- Marktæk reynsla notkun gagna við lausn viðfangsefna
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Lausnarmiðað hugarfar og færni í að sjá tækifæri til að gera hlutina á skilvirkari og einfaldari hátt
Auglýsing birt18. september 2024
Umsóknarfrestur1. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaFramúrskarandi
ÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHönnun ferlaHugmyndaauðgiJákvæðniLeiðtogahæfniMannauðsstjórnunMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurStefnumótunSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkniVinna undir álagiÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Gjaldkeri
Eignaumsjón hf
Innheimtufulltrúi
DHL Express Iceland ehf
Fulltrúi hjá ADVEL lögmönnum
ADVEL lögmenn ehf
Verkefnastjórar á Framkvæmdasviði
Landsvirkjun
Sérfræðingur í greiningu orkumarkaðar
Orkustofnun
Bókhald og uppgjör
Aalborg Portland
Verkefnastjóri á Verkefnastofu ON
Orka náttúrunnar
Sérfræðingur í gagnalekavörnum (DLP)
Íslandsbanki
Verkfræðingur á samgöngusviði
Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. (VBV)
Ráðgjafi í rekstri
RML
Forstöðumaður háttsemiseftirlits í Regluvörslu Íslandsbanka
Íslandsbanki
Team Support á Upplýsingatæknisviði
Arion banki