Skatturinn
Skatturinn

Spennandi starf við skatteftirlit og rannsóknir

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi með brennandi áhuga á skattamálum til að ganga til liðs við eftirlits- og rannsóknasvið í höfuðstöðvum Skattsins í Katrínartúni í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru yfirferð og úrvinnsla gagna og upplýsinga varðandi skattskil einstaklinga og lögaðila, þar sem til skoðunar eru möguleg skattundanskot. Í starfinu kann einnig að felast að sinna eftirlits- og rannsóknaraðgerðum á starfsstöðvum, hlutast til um endurálagningu opinberra gjalda, sem og þátttaka í rannsóknaraðgerðum, þ.m.t. skýrslutökum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði eða hagfræði (lágmarksmenntun er bakkalár gráða, meistaragráða er æskileg).
  • Þekking á bókhaldi, reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er æskileg.
  • Góð greiningarhæfni og færni í miðlun upplýsinga.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli. Önnur tungumálakunnátta er kostur.
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Frumkvæði, metnaður og geta til að vinna undir álagi.
  • Samstarfshæfni sem og reynsla og færni í teymisvinnu.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt26. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar