Hjallastefnan
Hjallastefnan
Hjallastefnan

Þroskaþjálfi/stuðningur/frístund Hjallastefnan í Garðabæ

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ auglýsir eftir þroskaþjálfa/stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinenda fyrir skólaárið 2024 - 2025:

  • Þroskaþjálfi 80 - 100% staða
  • Sálfræðimenntaður einstaklingur 100% staða
  • Stuðningsfulltrúa 50 - 100% staða
  • Frístundaleiðbeinandi vinnutími 14.00 - 16.30

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta og ríkur orðaforði áskilinn.
  • Reynsla af vinnu með börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.

Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar með gleði og kærleika í fyrirrúmi. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ er grunnskóli fyrir börn á aldrinum 5 - 12 ára. Skólinn er staðsettur í einstaklega fallegu og skemmtilegu umhverfi í útjaðri Garðabæjar við Vífilstaðarveg. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun barna.
  • Stuðningur við börn með sérþarfir.

  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.

  • Stuðla að velferð barna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

  • Starfa eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla, menntun og þekking á starfi með börnum

  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Góð íslenskukunnátta

  • Stundvísi og áreiðanleiki

Fríðindi í starfi
  • Fullt fæði á skólatíma.
Auglýsing birt30. ágúst 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.ÍþróttafræðingurPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar