Ölduselsskóli
Ölduselsskóli

Umsjónarkennari Ölduselsskóli

Laus er til umsóknar tímabundin staða umsjónarkennara í 60% stöðu í 6. bekk í Ölduselsskóla skólaárið 2024-2025 á móti umsjónarkennara í 40% stöðu. Þar sem þetta er hlutastarf er eingöngu gert ráð fyrir að viðvera með nemendum sé deilt á þrjá daga vikunnar. Kennarateymi árgangsins eru reynslu miklir fagmenn sem búa yfir víðtækri kennslureynslu og þekkja innviði skólans vel.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli í Breiðholti með 520 nemendur í 1.-10. bekk. Einkunnarorð skólans eru færni, virðing og metnaður. Skólastarfið einkennist af öflugri kennslu í bóklegum og verklegum greinum, mikilli samvinnu kennara sem miðar að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, styrkja samskipti innan nemendahópsins og skapa metnaðarfullt námsumhverfi án aðgreiningar. Skólinn vinnur eftir Uppbyggingastefnunni – uppeldi til ábyrgðar. Unnið er markvisst með verkfæri stefnunnar og starfsfólk fær reglulega uppfræðslu. Á undanförnum árum hefur skólinn eflt tækjabúnað sinn og eru allir nemendur í 5. -10. bekk með tölvu til að nýta við nám sitt. Einnig búum við yfir glæsilegri snillismiðju þar sem unnið er að verkefnum sem tengjast bæði tækni og listsköpun.

Ölduselsskóli er símalaus skóli, sem þýðir að nemendur nota ekki síma á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara eða annars starfsfólks. Skólinn státar sig af fjölmenningarlegu umhverfi og við hann starfar öflugt foreldrafélag. Starfsmenn eru tæplega áttatíu talsins og ríkir góður starfsandi í skólanum. Ef þú vilt vera partur af þessum góða hópi, ert framsækinn kennari sem hefur óbilandi áhuga á að vinna með börnum þá viljum við endilega fá þig í starfslið Ölduselsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda, undirbúning og námsmat í samstarfi og samráði við aðra kennara, skólastjórnendur og foreldra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi og samráði við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og aðalnámskrá.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Menntun og hæfni til að vinna með börnum.
  • Reynsla af kennslu æskileg og óbilandi áhugi á að vinna með börnum.
  • Lipurð í samskiptum , hæfni og áhugi á að vinna með öðrum, sem og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði.
  • Íslenskukunnátta á stigi C2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur26. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Öldusel 17, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar