Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Forfallakennari í Hólabrekkuskóla

Laus staða forfallakennara við Hólabrekkuskóla.

Mikil gróska einkennir skólaþróun í Hólabrekkuskóla og áhersla er lögð á skapandi starf, fjölbreytta gagnreynda kennsluhætti og uppbyggileg samskipti. Leiðarljós skólans er virðing, gleði og umhyggja. Serstök áhersla er lögð á félagsfærni, læsi og heilbrigði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans þar sem áherslan er á aðferðir sem skila árangri.
  • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og foreldra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum fagmanni.
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta á stigi C2 samskvæmt samevrópska matskvarðanum.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Leyfisbréf.
Fríðindi í starfi
  • Samgöngusamningur
  • Bókasafnskort og frítt á söfn með menningarkortinu
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Frítt í sund með ÍTR kortinu
Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Suðurhólar 10, 111 Reykjavík
Bakkastaðir 2, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar