Hjallastefnan
Hjallastefnan
Hjallastefnan

Táknmálsnotandi - Leikskólinn Akur

Leikskólinn Akur - Táknmálsnotandi í barnastarfi

Hjallastefnuleikskólinn Akur í Reykjanesbæ auglýsir eftir einstaklingi sem talar eða kann íslenskt táknmál.

Um er að ræða 100% starfshlutfall möguleiki er á hlutastarfi.

Á Akri starfar einstaklega flottur og jákvæður hópur fólks og því leitum við að jákvæðum og lífsglöðum kennurum sem er tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarfa að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi. Námsumhverfið er mjög lifandi þar sem sköpun er í fyrirrúmi.

Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða. Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka þátt í innleiðingu táknmáls til barna og kennara
  • Starfa eftir stefnu skólans og kenna samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, skólanámskrá og kynjanámskrá Hjallastefnunnar
  • Taka þátt í þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki
  • Stuðla að velferð barna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
Menntunar- og hæfniskröfur

Góð færni í íslensku táknmáli

Fríðindi í starfi
  • Starfsfólk er í fríu fæði
  • Vinnustytting
Auglýsing birt29. ágúst 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Íslenskt táknmálÍslenskt táknmálMjög góð
Staðsetning
Tjarnabraut 1, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar