Hjalli í Hafnarfirði auglýsir eftir leikskólakennurum
Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Um er að ræða fullt starf frá ágúst 2024.
Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.
Á leikskólanum Hjalla eru átta kynjaskiptir kjarnar og unnið er eftir kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Þar er lögð áhersla á einstaklings- og félagslega þætti í sex lotum yfir skólaárið. Á Hjalla er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti, jákvæðni, hreinskiptni og sjálfstæði. Leikefni er nokkuð óhefðbundið í leikskólanum, en það snýr að sköpunarkrafti og ímyndunarafli barnanna fremur en að vera stýrandi í leik.
Á Hjalla er skemmtilegt starfsfólk, einstök vinnustaðamenning og jákvæður skólabragur.
Nánar um leikskólann og allar upplýsingar á heimasíðu Hjalla; https://hjalli.hjalli.is/
Allar nánari upplýsingar um starfið veita Ásdís og Margrét skólastýrur í gegnum netfangið hjalli@hjalli.is
- Að vinna að uppeldi og menntun ungra barna
- Hafa gaman í vinnunni
- Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
- Reynsla af vinnu með börnum
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Starfsfólk er í fríu fæði
- Vinnustytting