Stuðningsfulltrúi í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli
Stuðningsfulltrúa vantar í 70-80% starf út skólaárið 2024-2025 í Fjölgreinadeild Hraunvallaskóla.
Fjölgreinadeild Hraunvallaskóla er fámennt skólaúrræði fyrir nemendur með fjölþættan vanda í 5. – 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og tekur við þegar reynt hefur verið til þrautar að mæta þörfum nemanda í sínum heimaskóla. Haustið 2020 tók Hraunvallaskóli formlega við stjórn og rekstri deildarinnar sem hafði þá aðsetur í Menntasetrinu við Lækinn en frá hausti 2022 fer kennsla fram að Fléttuvöllum við Hraunvallaskóla. Kennsla getur þó farið fram á fleiri stöðum. Árlegur starfstími deildarinnar fylgir skóladagatali Hraunvallaskóla.
Umsækjandi þarf að hafa jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda og tiltrú á getu hvers eins til breytinga og þróunar þar sem leitast er við að byggja á styrk hvers og eins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Starfar með nemendum með sértækan vanda
- Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
- Tekur á móti nemendum og aðstoðar
- Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa, t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Almenn tölvukunnátta
- Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum með sértækan vanda
- Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
Ef ekki fæst einstaklingur í starfið sem uppfyllir námskröfur fyrir stuðningsfulltrúa, kemur til greina að ráða inn einstakling í starfsheitið: Skóla- og frístundaliði.
Umsókn fylgi yfirlit um fyrri störf.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir skólastjóri, gudbjorgn@hraunvallaskoli.is og Hanna Guðrún Pétursdóttir deildarstjóri Fjölgreinadeildar, hannag@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.