

Stuðningsfulltrúi
Stuðningsfulltrúi á heimili fyrir börn
Sumarstarf
Heimili fyrir börn óskar eftir áhugasömu fólki til starfa á heimili fyrir börn í starf stuðningsfulltrúa í sumarstarf, til greina kemur bæði fullt starf og hlutastarf.
Markmið þjónustunnar er að búa börnunum friðsælt og öruggt heimili með hliðsjón af þroska, getu og aldri þeirra.
Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu.
Starfshlutfall er 50%-100% og unnið er á blönduðum vöktum.
Starfið er krefjandi og skemmtilegt.
Styður og aðstoðar íbúa við allar athafnir daglegs lífs, félagslegrar þátttöku og til að stunda afþreyingu.
Skráning og meðferð gagna í samræmi við verklag starfstaðarins.
Framfylgir einstaklingsáætlun og tekur þátt í samstarfi við aðra starfsmenn, fagaðila, foreldra/aðstandendur.
Tekur þátt í fundum.
- Góð almenn menntun
- Reynsla af störfum með fötluðum einstaklingum æskileg
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi
- Íslenskukunnátta B1( í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar



































