Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkur

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum framkvæmdastjóra til að stýra Vesturmiðstöð, einni af fjórum miðstöðvum sviðsins.

Á Vesturmiðstöð er veitt félagsleg ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna, fatlaðs fólks, eldra fólks auk annarrar velferðarþjónustu s.s heimastuðningur og heimahjúkrun. Miðstöðin er leiðandi í þjónustu við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir, umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Á Vesturmiðstöð sameinast velferðarþjónusta og skóla- og frístundaþjónusta í nærumhverfi barna, ungmenna og fjölskyldna. Undir miðstöðina heyra 12 starfseiningar og rúmlega 300 starfsmenn.

Á Vesturmiðstöð er lögð mikil áhersla á faglegt starf og farsælt samstarf við íbúa, félagasamtök og stofnanir þeirra hverfa sem tilheyra miðstöðinni.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á þjónustu, rekstri, skipulagi og mannauði miðstöðvarinnar og þeim starfseiningum sem heyra undir hana. Leitað er að einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu og stjórnunarreynslu á sviði velferðarþjónustu og hefur framúrskarandi leiðtogafærni.

Umsækjendur verða metnir út frá grunnkröfum varðandi menntun og reynslu. Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á með skýrum hætti í fylgibréfi og ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfnikröfu að neðan. Þeir umsækjendur sem uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.

Við hvetjum fólk af öllum kynjum, með fötlun og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forysta og ábyrgð á framkvæmd þjónustu, rekstri og mannauði miðstöðvarinnar og þeim starfseiningum sem undir hana heyra. 

  • Ber ábyrgð á áætlanagerð, starfsemi og skipulagi miðstöðvarinnar og starfseininga sem undir hana heyra. 

  • Ber ábyrgð á samþættingu þjónustunnar og þverfaglegu starfi með hagsmuni íbúanna í borginni að leiðarljósi. 

  • Hafa forystu um samstarf í málefnum barna og fjölskyldna við starfseiningar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á grundvelli verkefnisins Betri borg fyrir börn. 

  • Framkvæmdastjóri á sæti í framkvæmdastjórn velferðarsviðs. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.  

  • Staðfestur árangur í rekstri og mannauðsmálum. 

  • Víðtæk þekking á málaflokkum velferðarþjónustu. 

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. 

  • Þekking og reynsla af breytingastjórnun. 

  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 

  • Framsýni, frumkvæði og metnaður. 

  • Íslenska C2 og enska C1 skv. samevrópskum matskvarða. 

  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. 

Auglýsing birt7. mars 2025
Umsóknarfrestur24. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (24)
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Skemmtilegt sumarstarf á íbúðarkjarna í breiðholtinu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi sumarstarf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sumarstarf í heimastuðningi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi óskast á besta stað í bænum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningsfulltrúi í sumarstarf á íbúðarkjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunar/sjúkraliða- og læknanemar-sumarstörf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun -Sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í endurhæfingarteymi Vesturmiðstöðvar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi sumarstarf í Búsetukjarna Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi sumarstarf stuðningfulltrúa í íbúðakjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi sumarstarf í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sumarstarfsmaður í í hjarta miðbæjarins
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Skemmtilegt og fjölbreytt starf í íbúðakjarna!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi/læknanemi - Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Flokkstjóri heimstuðnings - sumarafleysing
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sumarstarf á sambýlinu Fannafold í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Heimastuðningur Norðurmiðstöð sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið