

Framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkur
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum framkvæmdastjóra til að stýra Vesturmiðstöð, einni af fjórum miðstöðvum sviðsins.
Á Vesturmiðstöð er veitt félagsleg ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna, fatlaðs fólks, eldra fólks auk annarrar velferðarþjónustu s.s heimastuðningur og heimahjúkrun. Miðstöðin er leiðandi í þjónustu við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir, umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Á Vesturmiðstöð sameinast velferðarþjónusta og skóla- og frístundaþjónusta í nærumhverfi barna, ungmenna og fjölskyldna. Undir miðstöðina heyra 12 starfseiningar og rúmlega 300 starfsmenn.
Á Vesturmiðstöð er lögð mikil áhersla á faglegt starf og farsælt samstarf við íbúa, félagasamtök og stofnanir þeirra hverfa sem tilheyra miðstöðinni.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á þjónustu, rekstri, skipulagi og mannauði miðstöðvarinnar og þeim starfseiningum sem heyra undir hana. Leitað er að einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu og stjórnunarreynslu á sviði velferðarþjónustu og hefur framúrskarandi leiðtogafærni.
Umsækjendur verða metnir út frá grunnkröfum varðandi menntun og reynslu. Umsækjendur eru beðnir um að sýna fram á með skýrum hætti í fylgibréfi og ferilskrá hvernig þeir uppfylla hverja hæfnikröfu að neðan. Þeir umsækjendur sem uppfylla best allar hæfniskröfur og sýna fram á það með skýrum hætti í umsókn sinni verða boðaðir í viðtal.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum, með fötlun og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um.
-
Forysta og ábyrgð á framkvæmd þjónustu, rekstri og mannauði miðstöðvarinnar og þeim starfseiningum sem undir hana heyra.
-
Ber ábyrgð á áætlanagerð, starfsemi og skipulagi miðstöðvarinnar og starfseininga sem undir hana heyra.
-
Ber ábyrgð á samþættingu þjónustunnar og þverfaglegu starfi með hagsmuni íbúanna í borginni að leiðarljósi.
-
Hafa forystu um samstarf í málefnum barna og fjölskyldna við starfseiningar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á grundvelli verkefnisins Betri borg fyrir börn.
-
Framkvæmdastjóri á sæti í framkvæmdastjórn velferðarsviðs.
-
Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
-
Staðfestur árangur í rekstri og mannauðsmálum.
-
Víðtæk þekking á málaflokkum velferðarþjónustu.
-
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
-
Þekking og reynsla af breytingastjórnun.
-
Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Framsýni, frumkvæði og metnaður.
-
Íslenska C2 og enska C1 skv. samevrópskum matskvarða.
-
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
























