Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.
Ljósmóðir - Kvennadeild HVE á Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða í stöðu ljósmóður á Kvennadeild HVE á Akranesi. Um er að ræða 60 - 100% starfshlutfall í vaktavinnu, unnið er á öllum vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umönnun kvenna í fæðingu og í sængurlegu ásamt því að sinna konum á dagdeild á meðgöngu og eftir fæðingu. Á deildinni er konum einnig sinnt eftir kvensjúkdómaaðgerðir. Bakvaktir eru á skurðstofu allann sólarhringinn, svæfingalæknir og sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum er á vakt allan sólarhringinn. Deildin er heimilisleg og eru fæðingar um 250-300 á ári. Spennandi starf og miklir möguleikar á að vinna sjálfstætt við að sinna konum í öllu barneignarferlinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt ljósmæðra og hjúkrunarleyfi.
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Merkigerði 9, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (13)
Sumarafleysing almennir starfsmenn HVE Silfutún Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sumarafleysing-alm.starfsmenn hjúkrunarheimili Hvammstanga
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingur á Silfurtún í Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sumarafleysing, alm. starfsmenn á hjúkrunar- og legudeild
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sumarafleysing - Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingur. Heilsugæsla HVE Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunardeildarstjóri lyflækningadeildar HVE Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði á hjúkrunar- og legudeild HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingar á HVE Silfurtún Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunar-og legudeild HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði á hjúkrunarheimilið Silfurtún HVE Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraflutningamaður Hólmavík
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Ræsting á skurðstofu
Heilbrigðisstofnun Vesturlands