Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.
Ræsting á skurðstofu
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi óskar eftir að ráða starfskraft í ræstingu á skurðstofu.
Um 60-80% stöðu er að ræða, eða eftir samkomulagi og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sér um ræstingu á því svæði sem honum eru falin samkvæmt verklýsingu á hverjum stað.
- Tekur þátt í daglegum hreingerningum og aðalhreingerningum eftir því sem við á.
- Gengur vel um ræstivagninn, heldur honum hreinum og sér um að allt sé á honum sem þarf til daglegrar notkunar
- Fer eftir fyrirmælum um sóttvarnir þegar það á við.
- Kemur fram við skjólstæðinga og starfsfólk af virðingu.
- Aðstoðar við aðlögun og kennslu nýrra starfsmanna.
- Situr námskeið um ræstingar og sýkingavarnir þegar það er í boði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Samviskusemi og góðir samstarfshæfileikar.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
- Íslenskukunnátta er æskileg.
Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Merkigerði 9, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (9)
Starfsfólk í ræstingu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Part-time Dishwasher in Ráðagerði
Ráðagerði Veitingahús
Þrif og öryggisleit um borð í flugvélum
Icelandair
Bílstjóri-Helgarstarf // Driver-Weekend Job
Heimaleiga
Ræstingar
Hús og jörð ehf
Spennandi sumarstörf í mötuneyti og ræstingum
Norðurál
Laundry employee
Heimaleiga
Starf í þrifadeild - tímabundið starf
Myllan
Þrif á smáhýsum.
Róma ehf.