Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Hlutverk og stefna HSS
Heilsugæslusvið HSS sinnir heilbrigðisþjónustu við heilbrigða og sjúka sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19.gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990 og heilbrigðisáætlun heilbrigðisráðuneytisins. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s.s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstarf. Áherslu skal leggja á málaflokka eins og áfengis- og tóbaksvarnir, slysavarnir, geðheilbrigði, hjarta- og heilavernd, næringarráðgjöf, mataræði og krabbameinsvarnir. Þá er rétt að undirstrika mikilvægi þess að efla heimaþjónustu enn frekar og hafa þannig að markmiði að skjólstæðingar, bæði aldraðir og sjúkir, geti dvalið heima hjá sér sem allra lengst.
Stefna HSS er að veita Suðurnesjabúum lögbundna heilsugæslu í heimabyggð, að unnt sé að bóka tíma samdægurs á heilsugæslu ef skjólstæðingur óskar þess og að biðtími á biðstofu eftir bókuðum tíma verði ekki meira en 30 mínútur að jafnaði.
Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og endurhæfingaþjónustu annars vegar og skurðlækningar og fæðingarhjálp hins vegar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Nú er starfrækt hjúkrunardeild í Grindavík í tengslum við sjúkrahúsið og legudeild á 2. hæð í Reykjanesbæ. Á ljósmæðravakt eru fjögur rúm.
Sjúkrahúsið hefur á að skipa sérgreinalæknum bæði í skurðlækningum og lyflækningum. Þá er rekin slysa- og bráðamóttaka í nánum tengslum við heilsugæslusvið.
Stefna HSS er að uppfylla 70-80% af þjónustuþörf íbúa Suðurnesja fyrir sjúkrahúsþjónustu. Sérhæfð og flókin þjónusta verður eftir sem áður sótt til Landspítala háskólasjúkrahúss.
https://hss.is/index.php/um-hss/hss/hlutverk-og-stefna
Starfsfólk í ræstingu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða til starfa starfsfólk í ræstingu. Auglýst er eftir alls sex stöðugildum. Starfshlutfall er 70-100% eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér ræstingu í öllum byggingum HSS í Keflavík. Um er að ræða vinnu í teymi sem skipuleggur og hefur umsjón með almennri ræstingu, sértækum þrifum og öðrum sérverkefnum tengdum ræstingu og þrifum. Starfið felur einnig í sér móttöku, frágangi og afhendingu á hreinu líni fyrir starfsemi HSS sem og undirbúning á sendingum á óhreinu líni til þvottahúsa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og reynsla af ræstingum innan heilbrigðis- eða matvælageira er mikill kostur
- Góð samskiptahæfni
- Íslensku- eða enskukunnátta
- Sjálfstæð og námkvæm vinnubrögð
- Þjónustulund, fag- og snyrtimennska
Auglýsing birt3. janúar 2025
Umsóknarfrestur15. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
GrunnfærniNauðsyn
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)