Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sjúkraliði á hjúkrunarheimilið Silfurtún HVE Búðardal

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), hjúkrunarheimilið Silfurtún Búðardal óskar eftir að ráða sjúkraliða til starfa

Starfshlutfall er 50-80% og er ákveðið með deildarstjóra.

Um er að ræða þrískipta vaktavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliði ber ábyrgð á að veita skjólstæðingum sínum umönnun og hjúkrun í samræmi við markmið og stefnu hjúkrunar hjá stofnuninni.

Sjúkraliði ber ábyrgð á störfum sínum í samræmi við lög nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn og reglugerð nr. 511/2013 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Sjúkraliða og almennum starfsmanni ber að fylgja faglegum fyrirmælum næsta yfirmanns, og sinna störfum sínum af árvekni, trúmennsku og virðingu í samræmi við faglegar kröfur sem gerðar eru til starfsins á hverjum tíma.

Staðan felur í sér aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi.

  • Góða íslensku kunnáttu.

  • Góða hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð og faglegan metnað.

  • Gerð er krafa um bólusetningar.

Auglýsing birt16. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gunnarsbraut 8, 370 Búðardalur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar