Nova
Nova
Nova

Grafískur hönnuður & Upplifunarséní hjá Nova

Viltu taka þátt í að móta ásýnd stærsta skemmtistaðar í heimi? Við leitum okkur að Grafískum hönnuði & Upplifunarséní til að vinna að auglýsinga- og kynningarefni, markaðsefni í verslanir og á vef, sem og fréttabréf. Sem Grafískur hönnuður & Upplifunarséní munt þú taka þátt í að móta ásýnd Nova vörumerkisins, útlit verslana okkar, viðburði og innri markaðssetningu.

Sem Grafískur hönnuður & Upplifunarséní munt taka þátt í skapandi teymisvinnu og skipulagninu verkefna, koma að mótun stórra markaðsherferða og halda utan um samskipti við samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila á dansgólfinu.

Um er að ræða tímabundna stöðu til 12 mánaða með möguleika á framhaldi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun á auglýsingar- og kynningarefni

  • Samskipti og eftirfylgni við samstarfsaðila & hagsmunaaðila

  • Ásýnd og útlit viðburða, skreytingar og merkingar 

  • Ásýnd og útlit á innri viðburðum og auglýsingaefni sem er notað í innri markaðssetningu 

  • Hönnun og útfærsla á markaðsskilaboðum og útstillingum í verslunum

  • Umsjón, ábyrgð og verkefnastýring á viðburðum innanhúss sem utanhúss. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla á sviði hönnunar.

  • Brennandi áhugi og haldbær reynsla innan markaðsmála

  • Reynsla innan verkefnastýringar er kostur

  • Reynsla í hreyfihönnun er kostur

  • Almenn lífsgleði og lausnamiðuð hugsun

Auglýsing stofnuð21. júní 2024
Umsóknarfrestur10. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HreyfihönnunPathCreated with Sketch.PrentmiðlarPathCreated with Sketch.SkjámiðlarPathCreated with Sketch.UmbúðahönnunPathCreated with Sketch.Vörumerkjastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar