Maurar - Hönnunarstúdíó
Maurar - Hönnunarstúdíó
Maurar - Hönnunarstúdíó

Grafískur hönnuður

Maurar leita að grafískum hönnuði til að koma inn í okkar öfluga teymi. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, góður í mannlegum samskiptum og til í að taka slaginn með okkur í hinum ýmsu verkefnum sem upp koma.

Við höfum gaman af því að standa upp frá tölvunni og skapa fallega hluti með höndunum og því væri ekki verra ef viðkomandi hefði gaman af því líka. Það er þó ekki krafa.

Við erum lítil auglýsingastofa með mikla getu og reynslu. Við viljum ráða fjölhæft starfsfólk sem er óhrætt við að láta verkin tala.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og uppsetning á auglýsinga- og markaðsefni fyrir alla mögulega miðla.
  • Hugmyndavinna og efnissköpun.
  • Samskipti við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í grafískri hönnun æskileg.
  • Reynsla af vinnu á auglýsingastofu er kostur.
  • Góð kunnátta og reynsla af notkun Adobe hönnunar- og myndvinnsluforrita er nauðsynleg. Svo er ótvíræður kostur en þó ekki skilyrði að einnig sé þekking til staðar á öðrum forritum til hönnunar og klippingar á kvikmynduðu efni og hreyfigrafík.
  • Þekking og áhugi á markaðsmálum.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Metnaður og jákvætt viðhorf.
  • Næmt auga fyrir smáatriðum.
Auglýsing stofnuð23. júní 2024
Umsóknarfrestur7. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Trönuhraun 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar