

Verkefnastjóri á sviði uppbyggingar Landspítala, Hringbrautarverkefnið
Landspítali leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra til að leiða umfangsmikil og fjölbreytt verkefni sem tengjast innleiðingu nýrra bygginga Landspítala og þróun starfseminnar í nýju umhverfi.
Viðkomandi þarf að búa yfir djúpri þekkingu á starfsemi sjúkrahúsa sem sameinar stefnumótandi hugsun og hagnýta framkvæmd ásamt því að búa yfir framúrskarandi leiðtogahæfni til að starfa með þverfaglegum teymum og efla árangursríkt samstarf milli ólíkra faghópa. Verkefnastjóri Hringbrautarverkefnis starfar í nánu samstarfi við framtíðar notendur innan Landspítala og NLSH ohf. og verður partur af teymi sem tryggir að nýjar byggingar og innviðir styðji við framtíðarsýn spítalans um öfluga og örugga þjónustu.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Leiðir umfangsmikil verkefni sem lúta að greiningum, áætlanagerð, og innleiðingu á ferlum og þjónustulausnum
- Frumkvæði og nýsköpun í þróun ferla, þjónustu og tækni
- Virk þátttaka í samvinnu við NLSH við hönnun og innleiðingu framtíðarlausna
- Stuðlar að jákvæðri breytingamenningu og faglegu samstarfi milli eininga
- Þátttaka í stefnumótun og mótun umbótaverkefna í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt viðbótarmenntun
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Reynsla í innleiðingu á flóknum verkefnum innan heilbrigðisþjónustu og sérstaklega á sjúkrahúsum
- Mjög góð teymisvitund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Nákvæmni, skilvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð skipulagshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Icelandic
English




























































