

Sérfræðilæknir í taugalækningum
Taugalækningar Landspítala háskólasjúkrahúss óska eftir sérfræðilækni með sérhæfingu í taugalífeðlisfræði.
Við taugalækningar starfar öflugur hópur sérfræðilækna í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Hér gefst gott tækifæri til áframhaldandi starfsþróunar og þátttöku í rannsóknastarfsemi. Áhersla er lögð á góða þjónustu, virka teymisvinnu og stöðugar umbætur í þágu sjúklinga.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
-
Framkvæmir og túlkar ENG, EMG og EEG rannsóknir í samræmi við klíníska og tæknilega staðla
-
Vinnur í samstarfi við taugalækna og annað heilbrigðisstarfsfólk í greiningarvinnu og gerð meðferðaráætlana
-
Íslenskt sérfræðileyfi í taugalækningum með sérhæfingu í taugalífeðlisfræði eða sambærilegu
-
Reynsla í framkvæmd og túlkun ENG, EMG og EEG
-
Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna innan þverfaglegs teymis
Icelandic

























































