

Innrennsliseining dagdeildar gigtar óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa
Dagdeild gigtarsjúkdóma sinnir innrennsli á sérhæfðum lyfjum eins og líftæknilyfjum og mótefnum fyrir gigtar-, lungna-, tauga-, ónæmis og nýrnasjúklinga, Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa sem hefur áhuga á að vinna í góðu teymi og sinna margvíslegum sjúklingahópum,
Starfið hentar hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að kynna sér þær framfarir sem líftæknilyf hafa haft á þróun í læknisfræði og breytt lífsgæðum fjölda sjúklinga til hins betra.
Á deildinni starfar teymi hjúkrunarfræðinga, lækna, ritara og sjúkraliða í góðu samstarfi og starfsanda.
Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess að eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Deildin er staðsett í nýuppgerðu húsnæði á Eiríksstöðum, Eiríksgötu 5. Á deildinni starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsfólks með sterka framtíðarsýn á þjónustu við sjúklinga þar sem unnið er eftir gagnreyndri þekkingu. Við leggjum metnað í að veita góða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum deildarinnar.
Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
- Lyfjagjafir og eftirlit
- Þátttaka í gæðastarfi og þróun þjónustu innan deildarinnar
- Þátttaka í teymisvinnu
- Fræðsla og stuðningur til sjúklinga og aðstandenda
- Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Íslenskukunnátta áskilin
Icelandic




























































