Yfirlæknir Meinafræði
Starf yfirlæknis Meinafræði innan meinafræði og erfða-sameindalæknisfræði á Landspítala er laust til umsóknar. Innan Meinafræðiþjónustu er unnin þjónusta, kennsla og vísindi í tveimur sérgreinum læknisfræðinnar, sem eru almenn meinafræði og réttarmeinafræði.
Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum yfirlækni sem er reiðubúinn að leiða og efla meinafræðiþjónustu Landspítala ásamt því að tryggja árangursríkt mennta- og vísindastarf. Starfið er unnið í nánu samstarfi við yfirlækna og deildarstjóra rannsóknaþjónustunnar, forstöðumann kjarna, forstöðumann fræðasviðs, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Viðkomandi þarf að búa yfir afburða samskiptahæfni og hafa hæfni á að takast á við breytingar.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi. Innan meinafræðiþjónustu starfar öflugur hópur samhents teymis reyndra starfsmanna sem vinna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans. Næsti yfirmaður er forstöðumaður klínískrar rannsókna- og blóðbankaþjónustu. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.
Education and requirements
Íslenskt sérfræðileyfi í meinafræði eða réttarmeinafræði, eða skyldum greinum
Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar
Góð reynsla af vinnu við meinafræði eða réttarmeinafræði og samhliða góð innsýni inn í þessar sérgreinar læknisfræðinnar
Færni í stjórnunarhlutverki, þ.e. fagleg ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagsleg ábyrgð
Reynsla af kennslu og vísindastörfum og sýn til framtíðar á þeim sviðum
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Jákvætt lífsviðhorf, lausnarmiðuð nálgun og framúrskarandi samskiptahæfni
Frumkvæði, drifkraftur og stefnumarkandi hugsun
Góð íslenskukunnátta
Responsibilities
Ber faglega læknisfræðilega ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun meinafræði og réttarmeinafræði við Landspítala, þ.m.t. kennslumál og vísindastarf
Ber fjárhagslega og starfsmannaábyrgð innan einingar í samráði við deildarstjóra og yfirlækna erfða- og sameindalæknisfræði
Ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð sérgreinar með það að markmiði að hún sé hagkvæm og innan rekstrarviðmiða hvers árs
Framfylgir stefnumótun og áherslum framkvæmdastjórnar
Þróar þjónustu innan ábyrgðarsviðs með áherslu á samhæfingu við aðra starfsemi
Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt