

Verkefnastjóri í umhverfismálum
Fasteigna- og umhverfisþjónusta Landspítala auglýsir eftir öflugum verkefnastjóra í umhverfismálum til að styðja við mikilvæga starfsemi á einum stærsta vinnustað landsins.
Starfið felur í sér að taka þátt í þróun og innleiðingu grænnar starfsemi innan spítalans og stuðla að heilbrigðara umhverfi fyrir sjúklinga, starfsfólk og samfélagið í heild. Þetta er spennandi tækifæri til að hafa veruleg áhrif á hvernig ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins vinnur að markmiðum sínum í umhverfismálum.
Við leitum eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á umhverfis- og loftlagsmálum til að efla umhverfisstefnu Landspítala. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, ábyrgur og með góða skipulagshæfni ásamt lipurð í mannlegum samskiptum. Verkefnastjóri umhverfismála mun starfa í nánu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og hagaðila innan sem utan spítalans með það að markmiði að stuðla að framþróun og umbótum í þessum mikilvæga málaflokki.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.


























































