

Kennslustjóri gæða- og umbótamála sérnámslækna
Laust er til umsóknar hlutastarf kennslustjóra gæða- og umbótamála sérnámslækna við Landspítala. Kennslustjóri er leiðtogi og ber ábyrgð á gæða- og umbótaþjálfun sérnámslækna en jafnframt stöðugum umbótum sérnáms í öllum sérgreinum. Meginhlutverk er að framkvæma og vinna úr niðurstöðum úttekta á að sérnám lækna á Landspítala sé veitt innan öruggs starfsumhverfis og uppfylli sett gæðaviðmið.
Kennslustjóri vinnur í nánu samstarfi við, yfirlækna, kennslustjóra, sérnámslækna og annað samstarfsfólk. Kennslustjóri hefur aðgang að skrifstofu sérnáms og mannauðsteymi sérnámslækna. Næsti yfirmaður er yfirlæknir sérnáms.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir gæða- og umbótamál sérnámslækna. Um er að ræða 20% starfshlutfall og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.


























































