

Hjúkrunarfræðingur - Komdu í lið með okkur á dagdeild barna
Við viljum fjölga í okkar öfluga teymi á dagdeild barna 23E og auglýsum því eftir hjúkrunarfræðingum til starfa hjá okkur á Barnaspítala Hringsins.
Á deildinni er veitt sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta og er starf hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt. Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.
Við sækjumst eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra fagaðila. Starfshlutfall er 80% og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Unnið er virka daga og er deildin opin frá kl. 7-17.
Áhugasömum hjúkrunarfræðingum er velkomið að kíkja í heimsókn.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






























































