

Sérfræðilæknir á svefndeild Landspítala
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við svefndeild Landspítala. Um fullt starf er að ræða en lægra starfshlutfall getur þó komið til greina. Upphaf starfa er 1. desember 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Meginviðfangsefni deildarinnar er greining og meðferð sjúklinga með svefntengda sjúkdóma. Sérfræðilæknar í svefnlækningum, lungnalækningum, taugalækningum, geðlækningum, háls-nef og eyrnalækningum eða öðrum sérgreinum sem hafa þekkingu á túlkun og úrlestri svefnrannsókna og greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma koma til greina.
Megin kunnáttusvið og hæfni sem þarf til starfsins eru túlkun polysomnografiurannsókna og vökurannsókna (e. vigilance studies) sem og greining og meðferð margra mismunandi svefnraskana svo sem svefntengdra öndunarraskana, dægursveiflusjúkdóma, hypersomniu- og parasomniusjúkdóma auk insomniu, svefntengdra hreyfitruflana og fleira.



























































