Tryggingastofnun
Tryggingastofnun

Sérfræðilæknir á örorkusvið TR

Laust er til umsóknar starf læknis hjá Tryggingastofnun (TR). Um er að ræða spennandi og krefjandi starf læknis á örorkusviði.

Umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu, taka gildi þann 1. september nk. en þá mun samþætt sérfræðimat sem er nýtt og heildrænt matskerfi taka við af hefðbundnu örorkumati. Samþætta sérfræðimatið er forsenda fyrir greiðslu örorkulífeyris eða hlutaörorkulífeyris og byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF (International Classification of Functioning, Disability and Health) frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

TR leitar að lækni í hlutastarf til að sinna læknisfræðilegu mati á umsóknum um samþætt sérfræðimat, þar sem metið er hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til örorkulífeyris eða hlutaörorkulífeyris.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd læknisfræðilegs mats á umsóknum um örorkulífeyri í samræmi við samþætt sérfræðimat
  • Veita ráðgjöf í læknisfræðilegum málum, m.a. við mat á umsóknum og túlkun læknisfræðilegra gagna
  • Taka þátt í öðrum verkefnum sem tengjast læknisfræðilegu mati innan almannatryggingakerfisins, í samvinnu við fagaðila og teymi stofnunarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt læknaleyfi og sérfræðileyfi t.d. í geðlækningum, endurhæfingarlækningum, bæklunarlækningum, heimilislækningum  eða annarri sérfræðigrein sem nýtist í starfi
  • Góð þekking og reynsla af mati á læknisfræðilegum gögnum, helst í tengslum við almannatryggingar, endurhæfingu eða örorkumál
  • Góð fagleg greiningarhæfni og hæfni til að vinna með flókin mál
  • Reynsla af samvinnu í þverfaglegum teymum er kostur
  • Færni í skýrri og vandaðri framsetningu á niðurstöðum og rökstuðningi
  • Góð samskiptahæfni, jákvæð viðhorf og fagmennska
  • Vilji til að taka þátt í þróun nýs matskerfis og leggja til faglega innsýn
Advertisement published8. August 2025
Application deadline29. August 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Medical doctor
Work environment
Professions
Job Tags