

Starf við umönnun á öldrunarlækningadeild L4 og L5 á Landakoti
Við auglýsum eftir jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa við umönnun og hjúkrun aldraðra.
Öldrunarlækningadeild C skiptist í tvær deildir, L4 sem er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild og er opin sjö daga vikunnar þar sem starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma, og L5 sem er líknardeild fyrir aldraða.
Markmið okkar er að sjúklingum og fjölskyldu þeirra líði sem best hjá okkur. Deildirnar eru hlýlegar og heimilislegar með frábæru útsýni yfir borgina.
Í boði er góð einstaklingsaðlögun hjá reyndu starfsfólki. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu á hjúkrun aldraðra og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góður starfsandi er ríkjandi á deildunum sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Starfshlutfall er 80-100% og unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.






























































