

Þjónustustjóri Akureyrarflugvallar
Við leitum eftir metnaðarfullum þjónustustjóra með skipulagshæfileika og góða yfirsýn til að starfa í öflugu teymi á Akureyrarflugvelli Viðkomandi sér til þess að daglegur rekstur flugvallarins sé öruggur og skilvirkur, hefur umsjón með að unnið sé samkvæmt verklagi og samhæfir daglega starfsemi. Um er að ræða fjölbreytt verkefni í skemmtilegu og alþjóðlegu umhverfi. Þjónustustjóri er staðgengill flugvallastjóra.
Helstu verkefni
-
Aðstoða flugvallarstjóra við daglegan rekstur flugvallarins.
-
Rekstur flugvallarþjónustu
-
Umsjón þjálfunarmála
-
Öryggis- og gæðamál
-
Áætlanagerð
-
Starfsmannamál
-
Samskipti við rekstraraðila
-
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Háskólamenntun og eða önnur menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af stjórnunarstörfum er skilyrði
-
Reynsla af verkefnastjórnun, ásamt ferla- og áætlanagerð er kostur
-
Þekking á öryggis- og gæðastjórnunarkerfum
-
Reynsla og kunnátta af notkun ýmissa vinnuvéla og tækjabúnaðar er kostur
-
Góð samskiptahæfni og tölvukunnátta
-
Nákvæm, sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt skipulagshæfileikum
-
Vilji til að mynda góða liðsheild
-
Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti
Nánari upplýsingar veitir Hermann Jóhannesson, netfang [email protected]
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.













