
Lyfjaval
Lyfjaval rekur átta apótek, sex á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og annað á Reykjanesinu. Okkar sérstaða er að vinna með bílalúgur sem veita okkur aukið svigrúm til nærgætni. Hjá okkur starfar öflugur og samhentur hópur sem hefur heilsu og hamingju að leiðarljósi.
Lyfjaval leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi

Verslunarstjóri í Lyfjaval Urðarhvarfi
Við erum að ráða í stöðu verslunarstjóra í Urðarhvafi á næstunni.
Sem verslunarstjóri tekur þú virkan þátt í að stýra daglegum rekstri og styður leyfishafa apótekins í að tryggja framúrskarandi þjónustu, öfluga sölu og skilvirk vinnubrögð. Næsti yfirmaður er leyfishafi apóteksins í Urðarhvarfi.
Helstu verkefni
- Dagleg stjórnun og eftirfylgni með rekstri verslunar
- Þjálfun, hvatning og eftirfylgni með starfsfólki
- Sjá til þess að ásýnd verslunar sé alltaf góð
- Umsjón með birgðahaldi og vöruuppstillingu
Hæfniskröfur:
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, vera drífandi og hafa jákvætt viðmót.
- Reynsla úr verslunarrekstri og/eða sölu – helst í stjórnunarhlutverki
- Frábær samskiptahæfni og þjónustulund
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Grunn bókhaldsþekking
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku kunnátta
- Hæfni til að vinna við fjölbreyttar aðstæður
Vinnutími:
Alla virka daga 09:00 - 17:00.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025.
Frekari upplýsingar veitir rekstrarstjóri í gegnum netfangið [email protected].
Advertisement published30. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
DriveProactivePositivityHuman relationsAmbitionMicrosoft Dynamics 365 Business CentralIndependencePlanningTeam workProduct presentationCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Tímabundið starf í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Sölumaður í verslun
Rafkaup

Valhúsaskóli - mötuneyti
Skólamatur

Þjónustustjóri Akureyrarflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Sölustarf í verkfæraverslun
Þór hf.

Lagerstarfsmaður
Lindex

Sölu- og þjónusturáðgjafi
IKEA

Verslunarstjóri - Icewear
ICEWEAR

Starfsmaður á lager
Héðinn

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Akureyri - Wok kokkur / Wok chef
Wok To Walk

Vöruhús Vatnsvirkjans ehf.
Vatnsvirkinn ehf