
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 150 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða. Að auki hefur nýverið tekið í notkun stórglæsilegt afþreyingarrými fyrir starfsmenn með golf- og skothermi, píluspjöldum og fleiru sem starfsmenn geta nýtt sér utan vinnutíma.

Starfsmaður á lager
Héðinn hf leitar að jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem vill taka þátt í fjölbreyttu starfi hjá frábæru fyrirtæki.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem tengjast móttöku, skráningu og afhendingu vara, innkaupum og daglegu skipulagi á lagersvæðinu. Unnið er í nánu samstarfi við lagerstjóra og aðra starfsmenn, þar sem jákvæðni og lausnamiðuð nálgun eru í hávegum höfð.
Um hlutastarf er að ræða, sem gæti þróast yfir í fullt starf með réttum einstaklingi.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Afgreiðsla til starfsmanna Héðins
-
Skráning og eftirfylgni með inn- og útskráningu af lager
- Móttaka og afhending vara ásamt skráningu í tölvukerfi
-
Umhirða og skipulag lagersvæðis
-
Innkaup í samráði við lagerstjóra
-
Ýmis tilfallandi verkefni á lager
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð þjónustulund og jákvæð framkoma
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði
- Góð tölvukunnátta
- Lyftararéttindi og bílpróf mikill kostur
- Góð kunnátta í íslensku skilyrði
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti með niðurgreiddum hádegismat
- Búningsklefar með sturtum
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
- Líkamsræktaraðstaða
- Glæsilegt starfsmannarými, með golf- og skothermi
Advertisement published1. October 2025
Application deadline12. October 2025
Language skills

Required
Location
Gjáhella 4, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordPositivityHuman relationsDriver's licenceIndependencePlanning
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Tímabundið starf í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Sölumaður í verslun
Rafkaup

Valhúsaskóli - mötuneyti
Skólamatur

Sölustarf í verkfæraverslun
Þór hf.

Lagerstarfsmaður
Lindex

Sölu- og þjónusturáðgjafi
IKEA

Þjónustufulltrúi í þjónustudeild Vatn og Veitur, Kópavogi
Vatn & veitur

Verslunarstjóri - Icewear
ICEWEAR

Starfskraftur í vöruhús ÓJ&K-ÍSAM
ÓJ&K - Ísam ehf

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Akureyri - Wok kokkur / Wok chef
Wok To Walk

River óskar eftir starfsfólki á Egilsstöðum
River ehf