
Verkefnastjóri – Fiskeldi
Linde Gas á Íslandi óskar eftir að ráða verkefnastjóra með tækniþekkingu til starfa á skrifstofu sinni. Leitað er að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í spennandi verkefnum tengdum fiskeldi. Um er að ræða spennandi starf með fjölbreyttum áskorunum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þátttaka í uppsetningu búnaðar hjá viðskiptavinum, aðallega í fiskeldi.
- Vinna á vettvangi við uppsetningu og prófanir, bæði hjá viðskiptavinum og á starfsstöðvum Linde Gas.
- Hönnun á heildarlausnum fyrir gasdreifikerfi í fiskeldi.
- Verkefnastýring á uppsetningu búnaðar fyrir fiskeldislausnir.
- Gerð skýrslna, teikninga og tæknilegra gagna.
- Veita söluteymi tæknilegan stuðning og gera kostnaðaráætlanir.
- Samskipti og samvinna við söluteymi og ytri verktaka.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í verk- eða tæknifræði, til dæmis vélfræði.
- Að lágmarki 5 ára reynsla af verkefnastjórnun í iðnaðarumhverfi er æskileg.
- Þekking á vökvafræði og vökvakerfum er kostur.
- Reynsla af sjálfvirknikerfum (PLC) er æskileg.
- Þekking á AutoCAD eða sambærilegu forriti æskileg.
- Framúrskarandi færni í ensku og íslensku í ræðu og riti.
- Mjög góð samskiptafærni
- Öryggis- og gæðavitund í fyrirrúmi.
Um Linde Gas ehf.
Linde Gas ehf. er hluti af The Linde Group, sem er leiðandi gasfyrirtæki með um 68.000 starfsmenn og er stærsti framleiðandi af gasi í heiminum. Linde vinnur bæði með lyfja- og líftæknifyrirtækjum, járn- og stáliðnaði, matvælaiðnaðinum og heilsugeiranum. Öll framleiðsla verksmiðjunnar er fyrir iðnað þar sem mikilla gæða er krafist. Hjá Linde á Íslandi starfa um 35 manns og er skrifstofan staðsett í Hafnarfirði.
Linde býður upp á góða starfsþjálfun og góð starfsskilyrði með mikla áherslu á öryggi og vellíðan starfsfólks. Launakerfið býður upp á bónusgreiðslur.
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2025. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225 og Ríkarður Ríkarðsson í síma 696 3313.













