
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Sérfræðingur sem stýrir verkefnum
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á deild umbóta og upplýsingamála á skrifstofu skipulags- og byggingarmála. Um er að ræða fjölbreytt starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi þar sem teymisvinna, nýsköpun og framsækni er höfð að leiðarljósi. Á skrifstofunni starfar kraftmikið og hugmyndaríkt teymi með brennandi áhuga á margþættri skipulags- og byggingarvinnu, upplýsingamálum og borgarþróun.
Við leitum að einstaklingi með sterka hæfni í verkefnastjórnun og umbótastarfi sem brennur fyrir nýsköpun, samvinnu og stöðugar framfarir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með umsögnum, fyrirspurnum, umsóknum og öðrum erindum er varða skipulags- og byggingarmál.
- Umsjón með þróun umbóta í þjónustu og verklagi í samvinnu við samstarfsfólk
- Samskipti og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, skrifstofur og stofnanir innan sviðs og utan. Ráðgjöf og upplýsingamiðlun í takt við markmið sviðsins um framúrskarandi þjónustu.
- Ýmis tilfallandi verkefni tengd skipulags- og byggingarmálum borgarinnar sem falla undir verksvið skrifstofunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. arkitektúr, landslagsarkitektúr, skipulagsfræðum, landfræði, byggingartæknifræði, verkefnastjórnun eða öðru námi sem nýtist í starfi á málasviði skipulags- og byggingarmála.
- Haldbær reynsla og þekking af þjónustu og/eða stjórnsýslu.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til þess að leiða umbótastarf.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sterk greiningarhæfni.
- Góð stafræn hæfni og reynsla af teymisvinnu.
- Reynsla af íslensku laga- og regluverki í málaflokki skipulags- og byggingarmála er kostur.
- Íslensku- og enskukunnátta C1 skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
Advertisement published23. September 2025
Application deadline2. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
Analytical skillsHuman relationsPublic administrationPlanningTeam workCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra

Verkefnastjóri í vöruþróun
Kerecis

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa - Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri í vöruþróun
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri
Kvika banki hf.

Verkefnastjóri ferða- og markaðsmála á Austurlandi
Austurbrú ses.

Vertu hluti af stafrænni umbyltingu í hönnun!
Verkís

Við leitum að verkefnastjóra í sölu
Málmsteypan

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Sérfræðingur í skipulagsmálum
VSÓ Ráðgjöf ehf.