Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa - Umhverfis- og skipulagssvið

Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa á skrifstofu byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Aðstoðarmaður starfar með byggingarfulltrúa við alla almenna meðferð byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð teikninga, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Skrifstofa byggingarfulltrúa heyrir undir umhverfis- og skipulagssvið með aðsetur að Norðurhellu 2.

Um er að ræða 100% starf. Ráðið er í stöðuna frá og með 1. desember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirferð teikninga
  • Yfirferð eignaskiptasamninga
  • Tilfallandi teikniverkefni fyrir sveitarfélagið, í Autocad.
  • Skráning í Mannvirkjagátt og fasteignaskráningarkerfið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  • Eftirlit með byggingum og framkvæmdum.
  • Umsagnir vegna byggingarerinda.
  • Samskipti við hönnuði, byggingaraðila og íbúa
  • Önnur samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði eða arkitektúr og löggilt starfsheiti sem slíkur, eða iðnmeistari með löggildingu.
  • Reynsla á sviði byggingarmála skilyrði
  • Autocad kunnátta æskileg
  • Réttindi til að gera eignaskiptayfirlýsing æskileg
  • Þekking á lagaumhverfi málaflokksins æskileg
  • Reynsla af stjórnsýslu og lagaumhverfi sveitarfélaga æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð íslensku og enskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veita Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi, í síma 585-5500 eða í gegnum tölvupóst: [email protected] Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri, í síma 585-5500 eða í gegnum tölvupóst: [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2025.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Advertisement published24. September 2025
Application deadline2. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Norðurhella 2, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags