IKEA
IKEA
IKEA

SmiðurTækifæri til að vera þinnar hamingju smiður!

Laus er til umsóknar staða smiðs hjá Útstillingadeild IKEA.

Vinnutími er 7:30-15:30 eða 8-16 alla virka daga.

Við leitum að reynslumiklum og lausnamiðuðum einstaklingi með auga fyrir smáatriðum til að ganga til liðs við iðnaðarmannateymi deildarinnar og sinna trésmíðum ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum er lúta að uppsetningu í verslun. Í útstillingadeildinni starfar fjölbreyttur ríflega 20 manna hópur hönnuða og iðnaðarmanna að því sameiginlega markmiði að gera upplifun viðskiptavina okkar sem ánægjulegasta.

Helstu verkefni smiðs felast í uppsetningu innréttinga, milliveggja og annarri tilfallandi smíðavinnu í versluninni í samvinnu við hönnuði útstillingadeildarinnar.

Menntunar og hæfniskröfur:
  • Menntun í trésmíði, eða yfirgripsmikil þekking og reynsla í faginu
  • Nákvæmni í vinnubrögðum
  • Auga fyrir smáatriðum
  • Áhugi á hönnun og húsbúnaðarlausnum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Geta til að vinna undir álagi
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendurfyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti og salatbar. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
Advertisement published24. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags