Byko
Byko
Byko

Söluráðgjafi í Fagverslun Selhellu

Fagverslun BYKO á Selhellu óskar eftir að ráða öflugan og þjónustulundaðan söluráðgjafa. Starfið felst meðal annars í tilboðsgerð, ráðgjöf og sölu til verktaka og annarra fagaðila sem eru í byggingarframkvæmdum. Vöruflokkar sem söluráðgjafi þarf að þekkja eða afla sér þekkingar á eru t.d. timbur, stál, plötur, einangrun, festingar, þéttiefni og verkfæri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala, ráðgjöf og tilboðsgerð til fagaðila
  • Skráning tækifæra í CRM
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking á sölu og ráðgjöf á byggingarvörum er mikill kostur
  • Mikil þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi í byggingariðnaði eða þjónustu við hann er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta
Advertisement published19. September 2025
Application deadline6. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Selhella 1, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags