
Heimar
Við sköpum nútímalega, sjálfbæra borgarkjarna sem nærast á drifkrafti mannlegra samskipta
Heimar er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði á Íslandi. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands.
Starfsfólk starfar á fimm starfsstöðvum við fjölbreytt störf og hefur starfsánægja aldrei mælst hærri. Með því að leggja áherslu á velferð og öryggi starfsfólks ásamt jafnrétti, mannréttindum, jöfnum launum kynja, heilsuvelferð og þekkingaröflun starfsfólks trúum við því að Heimar sé góður og eftirsóknarverður vinnustaður.

Húsvörður í Egilshöll
Heimar leita að metnaðarfullum einstakling til að sjá um húsumsjón í Egilshöll. Í boði er fjölbreytt og lifandi starf í góðum og samheldnum hópi. Í starfinu gefast tækifæri til að hafa umsjón með viðhaldsvinnu í einni af lykileignum Heima, Egilshöll.
Egilshöll er stærsta afþreyingar- og íþróttamiðstöð á Íslandi. Egilshöll er lifandi miðpunktur í Grafarvogi og þjónar þúsundum gesta á hverjum degi. Hér koma saman íþróttir, afþreying, menning og mannlíf undir einu þaki.
Egilshöll er kraftmikill vinnustaður þar sem fjölbreytt verkefni, öflug teymisvinna og góð samskipti skapa einstakt starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn störf vegna húsvörslu og viðhalds, inni jafnt sem úti.
- Þjónusta við viðskiptavini og iðkendur sem sækja húsið daglega.
- Fyrirbyggjandi viðhald og skráning á ástandi kerfa.
- Eftirlit og viðhald húskerfa. Daglegur rekstur og viðhald á húsnæði Egilshallar.
- Viðbrögð við bilunum, bilanagreining og úrbætur.
- Umsjón með þjónustuverktökum eftir atvikum.
- Uppsetning búnaðar vegna viðburða.
- Tilfallandi verkefni sem starfsmanni er falið af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun æskileg.
- Reynsla af viðhalds- og kerfisvinnu er kostur.
- Þekking á brunakerfum og öryggiskröfum er kostur.
- Góð samskiptahæfni og samstarfsvilji.
- Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði.
Advertisement published19. September 2025
Application deadline28. September 2025
Language skills

Required
Location
Fossaleynir 1, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verkstjóri í malbikun
Colas Ísland ehf.

Söluráðgjafi í Fagverslun Selhellu
Byko

Smiður / Carpender
Rafha - Kvik

Uppsetningarmaður vegriða og öryggisgirðinga
Nortek

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Þakpappalagnir
Þakverk apj ehf

Selfoss: Starfsfólk í sorphirðu / waste collector
Íslenska gámafélagið ehf.

Rafvirki
Stéttafélagið ehf.

General Maintenance Engineer
The Reykjavik EDITION

Húsasmiður með reynslu óskast
Stéttafélagið ehf.

Uppsetningarmaður í skiltagerð
Xprent- hönnun og merkingar ehf

Starfsmaður í húsvörslu og þrif
Knattspyrnufélagið Valur